Lítilræði af Ítalíu

Morgunblaðið 1998

Red dog 1997 (detail)
 


Jónas Viðar nam við listaakademiu í Carrara á Ítalíu og dvöl hans þar hefur greinilega markað spor í list hans.Málverk Jónasar reyna að endurvekja hið ítalska andrúmsloft, sérstaklega í gegnum liti, hlýja gula og bleika liti, marmara-bleikan okkurgulan, laxableikan, ferskju.Allar myndirnar eru einlitar, en á miðjum myndunum eru örsmáar fígúrur, ein eða tvær saman, án nokkurs umhverfis til að halla sér að: Listamaðurinn, konan (eða listagyðjan), Amor, vængjaður fiskur.Fígúrurnar búa ekki yfir neinni sérstakri frásögn, þær eru frekar eins og örlitlir skúlptúrar úr gifsi, án boðskapar og án nokkurrar merkingar, nema þeirrar að hafa einhverja almenna skírskotun í hið "ítölskulega".Annars má segja að það hafi lengi verið til tvær Ítalíur; hin landfræðilega Ítalía og hin ímyndaða Ítalía listarinnar.Það er ekki síst sú síðari sem hefur heillað, þar sem sagan, goðsagnir og munúð renna saman í eitt.En eins og þessi Ítalía hugans er nú heillandi þá getur hún líka haft lamandi áhrif á ímyndunaraflið.Hún hefur allt. og það þarf engu við að bæta við - eða réttara sagt: Það er ekki hægt að bæta við! Jónas Viðar er hálffertugur Akureyringur, sem hefur sýnt reglulega fyrir norðan, eða eftir því sem mér sýnist af sýningarskrá.Óneitanlega verður manni hugsað til annars málara frá Akureyri, Kristínar Gunnlaugsdóttur, sem stúderað hefur hinn ítalska menningarheim. En þar er ólíku saman að jafna, því það vantar einhvern innri karakter í þessar myndir Jónasar Viðars.Fígúrurnar ljá myndunum írónískt yfirbragð sem fær mann til að velta fyrir sér hvaða hugur fylgir máli.

 Gunnar J.Árnason