Jónas
Viðar er af allt öðrum og yngri árgangi,
listrænt uppeldi hans af öðrum toga, námið
lengra markvissara, og víðtækara. Hann telst
landslagsmálari af þeirri kynslóð
sem tekið hefur ljósmynda og tölvutæknina
í þjónustu sína. Og jafnframt því
að reyna á þanþol hefðarinnar eins
og það heitir, sækist Jónas eftir því
að beisla þær samfélagslegu aðstæður
sem við búum við. Alllnokkuð síðan
menn urðu varir við slík vinnubrögð
í málverkum núlistamanna, eru sosum ekki
yfrið frábrugðin þeim sjónrænu
göldrum sem fyrri alda málarar beittu áður
en þeir fóru að mála milliliðalaust
á dúkana, eða eftir skissum, á seinni
hluta nítjándu aldar. Stafræna myndavélin
er bara mun hraðvirkari, og að viðbættu
útskrifti úr tölvu eru menn komnir langleiðis
að markinu. Þetta er vísast leyndardómurinn
að baki ýmsum tæknigöldrum sem verða
á vegi manns, er svo sem ekkert verra, hér skiptir
hugmyndin og árangurinn öllu alveg eins og þegar
pensillin og eða skafan er á lofti. Jónas
Viðar kann auðsjáanlega sitt fag og hefur þegar
náð umtalsverðum árangri þótt
hann teljist á byrjunarreit ferils síns. Sýnir
fjögur stór málverk í Vestursal
og tuttugu lítil sem öll eru unnin á þessu
ári, nefnir þau öll, Portrait of Iceland,
og að auki hefur hann sett upp vinnustofu með öllum
sínum græjum í gamla kæliklefa Mjólkursamlagsins.
Áhrifamáttur stóru myndanna er til muna
meiri en þegar hann sýndi þær í
Hafnarborg í fyrra, einkum fyrir lýsinguna og
þá sérstöku nálgun sem rýmið
býður upp á. Eðlilega minna vinnubrögð
listamannsins á sitthvað sem sést hefur
áður, til að mynda málverk hins norska
Patriks Huse, en Jónas Viðar er sem óðast
að fanga sinn tón. Í hinu markvissa útfærða
málverki af Hengilfossi, minna taktarnir sömuleiðis
eitt augnablik á ameríska málarann Ad
Reinhardt, en einungis vegna þess að formið
skýrist eftir því sem skoðandinn horfir
lengur á það. Mjög lifandi framsetning
ungs málara sem kemur til dyra eins og hann er klæddur,
hefur engu að leyna, og þó............
Bragi Ásgeirsson
|