Fjarðlægð draumsins

Morgunblaðið 1995Man and woman, 1995


MISMUNANDI bakgrunnur listafólks gefur oft tilefni til umhugsunar um gildi listmenntunar fyrir þá þróun sem á sér stað í myndlistinni. Ef hver kynslóð ætti að baki svipaða menntun frá sömu slóðum, er líklegt að myndlistin yrði æði einsleit og fátt um endurnýun, því hvaðan ætti hún að berast við slíkar aðstæður ? Þannig er listinni nauðsynlegt, að listamenn hafi sem fjölbreyttasta reynslu að baki, hvort sem byggir á námi hér á landi eða á ólíkum stöðum erlendis. Þessi hugleiðing tengis þeirri staðreind að Jónas Viðar Sveinsson kemur inn í Íslenska myndlist eftir örlítið óvenjulegum leiðum.Hann nam við Myndlistaskólann á Akureyri, en eftir að hafa unnið að list sinni um tíma og haldið nokkrar sýningar norðan heiða hélt hann 1990 til frekara listnáms í Carrara á Ítalíu, sögufrægri smáborg miðja vegu milli Genúa og Flórens.Þaðan sneri hann aftur á síðasta ári, en myndirnar sem hann sýnir hér byggja að líkindum mikið á dvölinni við Genúaflóann, þó þær séu unnar á síðustu mánuðum. Jónas Viðar sýnir hér ellefu málverk unnin með blandaðri tækni. Þetta eru fremur sórar myndir, sem eru í raun tvöfaldar í eðli sínu; stórir fletirnir eru líkt og djúp umgjörð minninganna og fjarlægðarinnar sem hverfast um smærri ímyndir, sem í sínum gyltu römmum mynda einskonar inntak eða kjarna verkanna.Í flestum málverkunum byggir listamaðurinn á vandlega afmörkuðum, djúpum forgrunni, sem rís við sjónbaug upp í fjarlægð, móðukennd fjöll, sem stundum virðast kunnuleg í móðunni. Þessi dimma umgjörð minnir um sumt á þá nálgun við landið, sem Georg Guðni hefur markað sér, eða þá minningarblæ verka Húberts Nóa, einkum hvað litina varðar. Þannig hafa yngri listamenn flett saman svipuðum þáttum, en það sem hér ræður mestu er persónulegt framlag Jónasar Viðars.Samanburðurinn nær ekki til inntaksins, því eins og fyrr segir eru hinar innri myndir hér mikilvægari, þó umgjörðin sé alls ekki hlutlaus. Hið innra og ytra tengjast gjarnan saman, t.d. í með skuggum þeirra persóna, sem eru innan gylta rammans, þannig að hér á sér stað samvirkni fremur en aðskilnaður. Í þessum myndum tekst listamaðurinn á við nokkur skýr tákn mikilvægara frumþátta í lífinu: Mann og konu, hið góða og illa (og með þeim er einnig gefin í skyn orka kynlífsins), ávexti jarðar og menningar (í formi bókar). Við sjóndeildarhring rísa svo tvö fjöll, líkt og til að marka þær fjarðlægðir tíma og rúms, sem þessi myndheimur draumsins skapar í fletinum. Það er vandasamt að setja svo fáa þætti saman þannig að þar náist fram sú myndræna spenna, sem er lífsneisti góðrar myndlistar, en það tekst Jónasi Viðar með ágætum í flestum myndanna. "Lesmál" (nr. 3), "Cane rosso" (nr. 8) og "Piltur og stúlka" (nr. 10) eru sterkar samsetningar, og á sama hátt er gott jafnvægi í myndum eins og "fjallkona" (nr. 1) og "í fjarska (nr. 7) sem er einna serkasta verkið á sýningunni. Þessi málverk, sem virðast svo auð við fyrstu sýn, reynast þannig hlaðin spennu og styrk frumaflanna, sem skilar sér vel til hins þolinmóða áhorfanda. Einföld en vel unnin sýningarskrá er til fyrirmyndar, og gott dæmi þess að ekki þarf endilega að leggja mikinn kostnað til að koma almennum upplýsingum til skila. Sú framsetning sem hér er notuð er einkar fróðleg, bæði hvað varðar feril listamannsins, sem og stutt hugleiðing Guðmundar Odds um þá myndlist sem hann hefur verið að vinna að og sýnir hér. Jónas Viðar fer vel af stað með þessari fyrstu einkasýningu sinni á suðvesturhorninu, og er rétt að benda listunnendum á að líta hér inn á næstunni; þessi ungi listamaður á væntanlega eftir að verða virkur þáttakandi í listheiminum um komandi ár.

Eiríkur Þorláksson