Mountains

Deiglan, Akureyri Iceland - Oktober 2002

 

Mountain Skjaldbreiður
Mountain Súlur
Mountain Snæfellsjökull
Mountain Hekla
Mountain Herðubreið
Mountain Kaldbakur
Skógafoss
Hengifoss
Öxarárfoss

 

"Portrait of Iceland"

Morgunblaðið Miðvikudagur 9.Október 2002

 

Akureyringurinn Jónas Viðar var með sýningu á 10 stórum olíuverkum í Deiglunni, sem lauk 22 september. Allar mjög dökkar myndir og afar einkennandi fyrir þann sérstaka stíl sem hann hefur tileinkað sér á síðustu árum. Jónas nálgast viðfangsefni sín, sem eru stílfærðar hugmyndir af íslenzku landslagi, af mikilli alúð og með yfirveguðum hárnákvæmum tæknibrögðum sem hann hefur verið að þróa á undangengnum árum og drjúga athygli hafa vakið. Jafnt föng hans sem sjálft vinnuferlið segja okkur hve mikið við höfum að sækja til nærtækra jarðbundinna náttúruskapa og að hér þurfa listamenn ekki að leita langt yfir skamt. Mögulegt sé að yfirfæra jafnt íslenzkan hvundag sem landið sjálft í hvaða tjáform og nústíl sem er, jafnvel bæta einum eða fleirum við. Tuggan um að íslenzk myndlist þurfi nýtt blóð utan úr heimi löngu úrelt, mun frekar á dagskrá að hér séum við gefendur miðlum heiminum af einstakri sjónrænni auðlegð andans.

Af sjálfri sýningunn að segja nutu myndirnar sín engan veginn í salarkynnunm fyrir hina hörðu gerfibirtu sem í þeim mæli endurkastaðist af myndunum að hún vilti gestinum sýn og jafnframt óvinnandi vegur að taka ljósmyndir. Slík málverk þurfa náttúruljós eða mjúka gerfibirtu sem framkallar síður viðlíka endurkast............

Bragi Ásgeirsson

 

 


Jónas Viðar - Laugavegi 49 bakhús - 101 Reykjavík - tel: 866 5021 - e-mail: jvs@jvs.is - Homepage: www.jvs.is